Brúðkaup

Brúðkaupsljósmyndari á Vesturlandi

Ég elti augnablikin, væbið og stemninguna á brúðkaupsdaginn ykkar – ekkert brúðkaup er of stórt eða of lítið til að mynda

Lítið brúðkaup
Stykkishólmur ljósmyndari

Brúðkaup I

Lítið og innilegt brúðkaup með nánustu fjölskyldu og vinum

Brúðkaup I er hugsað fyrir brúðhjón sem sjá fyrir sér lítið brúðkaup og vilja helst sem minnst umstang í kringum daginn. Kannski með sína allra nánustu viðstadda og kannski engan – það er ekkert til sem heitir of lítið brúðkaup. Brúðkaup I er hugsað fyrir brúðhjón sem vilja bara eiga nokkrar myndir frá deginum sínum.

Hvað er innfalið í Brúðkaup I?

  • Öll samskipti, ráðgjöf og skipulag fram að brúðkaupsdegi.

  • Myndataka; Gunnhildur mætir 30 mínútum fyrir athöfn. Athöfnin er mynduð og svo er smá myndataka eftir (eða fyrir) athöfn á sama stað og athöfn fer fram (eða mjög nálægt). Allt saman skipulagt í samráði við brúðhjón fyrir daginn. Í heildina um 2 kukkustunda viðvera með myndavél.

  • Öll eftirvinnsla og afhending mynda í sérútbúnu vef galleríi.

    Verð 90.000 kr.
    Staðfestingargjald að upphæð 18.000 kr. greiðist við bókun.

„Gunnhildur gerði brúðkaupsdaga okkar hjóna fullkomna í alla staði að það er varla hægt að lýsa því. Hún er með yndislega þægilega nærveru sem hentar svo vel á svona stundum. Mælum hiklaust með henni sem brúðkaupsljósmyndara, svo mikill fagmaður og dásamleg manneskja.“

— Ingibjörg Hrönn

Brúðkaupsmyndataka
Stykkishólmur ljósmyndari

Brúðkaup II

Þetta klassíska, athöfn og myndataka á brúðkaupsdaginn

Brúðkaup II er hugsað fyrir brúðhjón sem eru að bjóða góðum hóp gesta af fjölskyldu og vinum til að fagna með sér á brúðkaupsdaginn sinn. Um ræðir athöfn og myndataka – klassíska kombóið. Brúðkaup II er líka hugsaður fyrir brúðhjón sem vilja kannski ekki myndatöku allann daginn en væru til í að bæta annað hvort undirbúningi eða veislu við.

Hvað er innfalið í Brúðkaup II?

  • Öll samskipti, ráðgjöf og skipulag fram að brúðkaupsdegi.

  • Myndataka; Gunnhildur mætir 30 mínútum fyrir athöfn. Athöfnin er mynduð og svo er myndataka eftir (eða fyrir) athöfn. Allt skipulagt í samráði við brúðhjón fyrir daginn. Í heildina um 3 – 3,5 kukkustunda viðvera með myndavél.

  • Öll eftirvinnsla og afhending mynda í sérútbúnu vef galleríi.

  • Hægt að bæta undirbúningi við fyrir 50.000 kr.

  • Hægt að bæta veislu við fyrir 70.000 kr.

    • (myndataka í veislu er á meðan veislustjórnun fer fram)

  • ATH. Ekki er hægt að bæta bæði undirbúningi og veislu við Brúðkaup II. Sé áhugi fyrir myndatöku á öllum deginum þá er bent á Brúðkaup III.

    Verð 190.000 kr. (athöfn & myndataka)
    Staðfestingargjald að upphæð 38.000 kr. greiðist við bókun.

Stykkishólmur ljósmyndari

Brúðkaup III

Brúðkaupsdagurinn myndaður frá byrjun til enda

Brúðkaup III er hugsað fyrir brúðhjón sem vilja allann pakkann, frá undirbúningi til veisluhalda og allt þar á milli. Brúðkaup III er frábær fyrir brúðhjón sem vilja njóta dagsins en á sama tíma fá að muna eftir augnablikunum, stemningunni og deginum öllum, frá byrjun til enda, í myndum.

Hvað er innfalið í Brúðkaup III?

  • Öll samskipti, ráðgjöf og skipulag fram að brúðkaupsdegi.

  • Myndataka á brúðkaupsdaginn, skipulögð í samvinnu við brúðhjón; undirbúningur, athöfn, myndataka og veisla á meðan veislustjórn fer fram. Í heildina um 10 kukkustunda viðvera með myndavél.

  • Öll eftirvinnsla og afhending mynda í sérútbúnu vef galleríi.

    Verð 350.000 kr.
    Staðfestingargjald að upphæð 70.000 kr. greiðist við bókun.

Brúðkaupsljósmyndari

„Ég get heilshugar mælt með Gunnhildi. Hún er fagmannlega en á sama tíma lífleg og skemmtileg. Það er einfaldlega gaman að vera í kringum hana en við höfum tvisvar sinnum fengið hana í verkefni og hún er fljót að setja sig í aðstæður og skilar af sér fallegum myndum. Við fengum hana til dæmis í brúðkaupsmyndatöku okkar hjóna og við gætum ekki verið ánægðari!“

— Þorgerður Ólafsdóttir

Gott að hafa í huga

Innfalið í öllum brúðkaupspökkum: Brúðkaup I, Brúðkaup II og Brúðkaup III er virðisauki og allt að 60 mínútna akstur frá Borgarnesi þar sem Gunnhildur er staðsett. Ef um lengri ferðir er að ræða þá skal láta Gunnhildi vita.

Til að staðfesta bókun er greitt staðfestingargjald sem er 20% af heildarupphæð. Eftirstöðvar eru greiddar eftir brúðkaup.

Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu fyrir Brúðkaup II og Brúðkaup III. Fyrir Brúðkaup II er hægt að dreifa greiðslum upp í þrjá mánuði. Fyrir Brúðkaup III er hægt að dreifa greiðslum upp í sex mánuði. Öll greiðsludreifing er án nokkurs konar vaxta. Sé áhugi fyrir þessu fyrirkomulagi skal láta Gunnhildi vita fyrir brúðkaupsdaginn sjálfan.

Afhending gallería að brúðkaupi loknu getur tekið allt að sex vikur fer eftir árstíðum. Maí til september er yfirleitt háannatími hjá Gunnhildi.