Um Gunnhildi

Iceland wedding photographer

Ég er stelpa af landsbyggðinni sem þykir gaman að hitta fólk, taka myndir, drekka gott kaffi og vera skapandi í flestu sem ég tek að mér.

Fjölskylduljósmyndari
Stykkishólmur ljósmyndari

Mín nálgun

Ég er að sækjast eftir mómentum yfir eitthvað OF uppstillt.

Það er alltaf einhver uppstilling. Aðalatriðið er að búa til afslappað og skemmtilegt umhverfi til þess að geta náð skemmtilegum mómentum í myndum. Uppstillingin er góður grunnur, svo vinnum við okkur út frá henni. Mómentin eru alltaf það sem ég er að elta í hverri myndatöku hvort sem það er fjölskyldutaka eða brúðkaup.

„Það var dásamlegt að fá Gunnhildi til að taka myndir af fermingarskvísunni okkar og okkur fjölskyldunni. Nærvera hennar er svo notaleg og skemmtileg. Hún náði fermingarbarninu strax á sitt band og við áttum frábæra myndatöku saman. Myndirnar eru æðislegar, við erum ótrúlega sátt 💕 Takk Gunnhildur fyrir að vera þú 💕“

— Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir

Wedding Photographer West Iceland

Gunnhildur ljósmyndari

Ég er Borgnesingur sem byrjaði að taka myndir af einhverju viti árið 2017

Mér hefur alltaf þótt erfitt að lýsa sjálfri mér eitthvað sérstaklega en ég hef heyrt fólk lýsa mér sem sniðugri lappalangri stelpu með krullhært hár – er það ekki bara fín lýsing? Svo er ég jákvæð og brosmild líka og elska íþróttir (gömul körfuboltagella úr Skallagrím).

Ég hef alltaf verið forvitin um hluti og óhrædd við að prófa eitthvað nýtt, eins og til dæmis það að fara í sjálfstæðan rekstur sem ljósmyndari (er enn að læra á það 😇). Ég trúi því að láta verkin tala og að maður læri best á því að gera hlutina. Með því hugarfari hef ég aflað mér þekkingu og reynslu í ljósmyndun, einfaldlega með því að taka myndir. En svo fór ég líka í ljósmyndanám í Tækniskólanum og útskrifaðist þaðan með burtfararpróf 2018 ef einhverjum líður betur með að heyra það. En í allri hreinskilni þá hef ég lært mest á því að taka myndir sjálf og með því að búa til mín eigin tækifæri.