Jólamyndatökur á Austurlandi

Jólamyndataka fyrir fjölskyldur á austurlandi

UPPLÝSINGAR UM JÓLAMYNDATÖKUR Á AUSTURLANDI 2025

Gunnhildur ljósmyndari býður fjölskyldum á Austurlandi að koma í jólamyndatökur í stúdíói á Egilsstöðum í nóvember og desember. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og verð má lesa hér fyrir neðan.

Fjölskylduljósmyndari á austurlandi

Mín Nálgun

„Markmið mitt í myndatökum er að öllum líði vel, bæði börnum og foreldrum.

Ég veit að það er ekki auðvelt að vera fyrir framan myndavél, þess vegna reyni ég alltaf að búa til létt andrúmsloft og minni fjölskyldur á að taka sig ekki of hátíðlega á meðan á myndatökunni stendur.

Gott er líka að hafa í huga að það er fullkomlega eðlilegt að líða smá stressuð því flest förum við ekki í reglulegar myndatökur. Saman getum við gert upplifunina skemmtilega.

Uppstillingin er ekki aðalatriðið hjá mér heldur er það að ná lifandi og náttúrulegum myndum af börnunum og fjölskyldunni þinni eins og hún á sér að vera, fullkomlega ófullkomin, með alla sína skemmtilegu kæki.“

Gunnhildur Lind, ljósmyndari

jólamyndataka af fjölskyldum á austurlandi
Fjölskyldumyndatökur fyrir jólin á austurlandi
jólamyndatökur á austurlandi
Fjölskylduljósmyndari á austurlandi

Húmor og leikur skipti miklu máli þegar kemur að fjölskyldumyndatöku.

Þegar við tökum okkur ekki of hátíðlega verður upplifunin skemmtilegri, afslappaðri og eftirminnilegri fyrir bæði börn og foreldra.

Bóka Gunnhildi

Verðskrá

Jólamyndatökur á austurlandi

Jólamyndatökur í stúdíói

Fjölskyldumyndataka í stúdíói

Pakkinn hentar vel fyrir fjölskylduna eða ef þú vilt eingöngu systkina– og stakar myndir af börnunum þínum. Það hentar líka vel að koma t.d. í fínufötunum og fá þessar klassísku portrait myndir sem eiga að fara í jólapakkann eða jólakortin.

Hvað er innifalið í jólamyndatökunni?

  • Öll samskipti, ráðgjöf og skipulag fram að myndatöku.

  • 30 mínútna myndataka.

  • Öll myndvinnsla + afhending á veglegu myndagalleríi af myndum sem Gunnhildur ljósmyndari velur (20+ myndir).

  • Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítu og afhentar á lokuðu rafrænu galleríi.

Verð 48.000 kr.

ATH. að vsk er innifalinn í verði.

Bóka myndatöku

Ýmislegt tengt jólamyndum og prentun á blogginu

Jólamyndir til að gefa í jólagjöf
Hvar er hægt að prenta út myndir fyrir jólin