Að taka myndir bara til að taka myndir

Ég hef núna í nokkur ár vanið mig á það að taka myndir af hversdögunum. Ég elska þessa „venjulegu“ daga þar sem ekkert sérstakt er í gangi og þar sem hver dagur á eftir öðrum virðist vera nákvæmlega eins, bara einfalt copy/paste.

Enginn dagur er nákvæmlega eins. Enginn.

Himininn er einhvern veginn öðruvísi blár á milli daga, stundum meira að segja ekkert blár heldur þungur og grár. Sólin er öðruvísi, lendir öðruvísi á öllu, hvernig hún skín í gengum eldhúsgluggann heima á Eskifirði eða hvernig hún skín í gegnum eldhúsgluggann heima í Borgarnesi. Þetta eru ólíkir eldhúsgluggar.

Neskaupstaður á Austfjörðum.

Hér eru nokkrar myndir úr aprílmöppunni minni þetta árið, myndir sem ég tók bara af því að ég tók myndavélina með mér. Kannski myndi ég taka myndir, kannski ekki. Myndavélin kom allavega með í nokkur skipti.

Vertu svo velkominn maímánuður 🌱

Þangað til næst,
Gunnhildur

Next
Next

Hvað er að gerast á Facebook?